Þjóðaratkvæðagreiðsla í júní 2012

Stjórnlagaþingið getur fengið fjóra mánuði til að ná niðurstöðu og það er nokkuð góður tími – ef menn á annað borð ætla sér að komast að niðurstöðu.

Í lögunum um stjórnlagaþing er rík áhersla lögð á annars vegar að þingið leiti eftir tillögum frá almenningi og hins vegar að upplýsingar um störf þingsins verði aðgengilegar fyrir almenning.

Þess vegna tel ég að þingið eigi fyrst að starfa í tvo mánuði og gera síðan hlé (í þrjá til sex mánuði?). Það hlé verði notað til að kynna vel afraksturinn af starfinu fram til þess tíma og gefa almenningi tækifæri til að kynna sér málið og gefa álit til kynna. Þetta hlé geta fulltrúar á stjórnlagaþingi líka notað til að vinna áfram að málinu, þó með óformlegum hætti sé. T.d. reynt að jafna ágreining sem vera kann og ræða málin áfram, bæði í sinn hóp og útávið. Síðan komi stjórnlagaþing saman aftur og ljúki verkinu á tveimur mánuðum, skili af sér frumvarpi að nýjum stjórnskipunarlögum fyrir lýðveldið Ísland.

Þetta frumvarp þarf að kynna vel og efna svo til þjóðaratkvæðagreiðslu um það, kanna hug þjóðarinnar til afurðar stjórnarlagaþingsins. Í þessari atkvæðagreiðslu ættum við líklega að kjósa um einstaka kafla eða hluta frumvarpsins, ekki frumvarpið í heild. Með því móti fæst betri mæling á vilja kjósenda.

Í stuttu máli: Þingið starfi í tvo mánuði, síðan nokkurra mánaða hlé og svo aftur tveggja mánaða þingstörf. Þá fái þjóðin tvo til þrjá mánuði til að melta og meta niðurstöðu þingsins og greiði svo atkvæði. Að lokum kemur frumvarpið til kasta Alþingis, aðeins Alþingi getur breytt stjórnarskránni eins og málum er háttað núna.

 

Með sameiginlegri niðurstöðu stjórnlagaþings eru meiri líkur á að frumvarpið njóti stuðnings þjóðarinnar og þá verður erfitt fyrir Alþingi annað en að taka málið til meðferðar og samþykkja breytingar á stjórnarskránni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eiríkur Mörk Valsson

Höfundur

Eiríkur Mörk Valsson
Eiríkur Mörk Valsson

Bliki með áhuga á þjóðmálum, stórum sem smáum.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ..._01_1056788
  • ...emv_01
  • ...m81
  • ...m31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband