Lögbrjótar í ráðuneyti!

Spekingarnir í Hæstarétti ógiltu kosningar til stjórnlagaþings. Fyrir okkur sem viljum að þjóðin setji sér nýja stjórnarskrá eru ekki margir kostir í stöðunni.

Að mínu mati er eina leiðin sú að kjósa aftur. Er nokkur ástæða til að nefna að menn þurfi að vanda sig við lagasetningu og framkvæmd J

 

Mér finnst Hæstiréttur byggja niðurstöðu sína á óttalegum tittlingaskít. En kærurnar gáfu líklega ekki tilefni til annars.

En það fer ekki á milli mála að framkvæmd kosninganna var kolólögleg. Í lögum um stjórnlagaþing eru ákvæði um rafræna kjörskrá. Framkvæmdavaldið ákvað að hunsa þessi ákvæði og halda sig við kjörskrá á pappír. Þessi ákvæði laganna eru skýr, ætti ekki að þurfa utanaðkomandi kæranda til að benda á þetta augljósa lögbrot framkvæmdavaldsins.

Þó ekki hafi verið kært vegna þessara lögbrota, er þá ekki rétt að kanna hverjir tóku ákvörðun um að fara ekki að lögum og gera svo viðeigandi ráðstafanir?

 

Hér eru nokkrar þeirra um lagagreina sem ekki þótti ástæða til að fara eftir:

5. gr. Kosningarréttur og kjörskrár.
Kosningarrétt til stjórnlagaþings eiga þeir sem uppfylla skilyrði 1. gr. laga um kosningar til Alþingis. Þegar boðað hefur verið til kosninga til stjórnlagaþings skal Þjóðskrá Íslands semja kjörskrá og setja á rafrænt form til að nota við atkvæðagreiðsluna.

11. gr. Atkvæðagreiðsla á kjörfundi.
Kjósandi getur greitt atkvæði á kjörfundi hvar sem er á landinu enda verði sýnilegt í rafrænu kjörskránni á öllum kjörstöðum að hann hafi neytt atkvæðisréttar síns. Um kjördeildir, kjörstaði og framkvæmd atkvæðagreiðslunnar fer að öðru leyti samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis eftir því sem við á. Sveitarstjórnir leggja til tölvubúnað í hverri kjördeild til að tryggja aðgang að rafrænu kjörskránni.

12. gr. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar.
Kosningu utan kjörfundar skal hefja sautján dögum fyrir kjördag. Þar sem atkvæðagreiðsla fer fram skal kjörstjóri hafa aðgang að sérstakri skrá, utankjörfundarskrá, sem skal vera á rafrænu formi og sækir gögn í rafrænu kjörskrána. Í rafrænu kjörskránni verður sýnilegt að greitt hafi verið atkvæði utan kjörfundar, hvar það var gert og hvenær. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fer fram hjá sömu kjörstjórum og við alþingiskosningar. Henni skal lokið í síðasta lagi kl. 12 daginn fyrir kjördag. Kjósanda, sem greitt hefur atkvæði utan kjörfundar, er óheimilt að greiða atkvæði á kjörfundi.

 ---

Ég vil að stjórnlagaþing verði haldið og ég vil nýjar kosningar til þess. En þetta er ekki tilkynning um framboð J


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eiríkur Mörk Valsson

Höfundur

Eiríkur Mörk Valsson
Eiríkur Mörk Valsson

Bliki með áhuga á þjóðmálum, stórum sem smáum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ..._01_1056788
  • ...emv_01
  • ...m81
  • ...m31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband