23.3.2011 | 23:05
Vinnubrögð sérfræðinga "ekki hundi bjóðandi"
Jóhanna Sigurðardóttir þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af því að hafa brotið jafnréttislögin. Gæti t.d. sótt í smiðju Svandísar og sagt sig fylgja pólitískri sannfæringu. Það réttlætir lögbrot ráðherra, er það ekki?
Þá á hún stuðning vísan langt inn í raðir helsta baráttufólks fyrir jafnrétti kynjanna. Ein úr þeim hópi, Þórhildur Þorleifsdóttir, telur t.d. að lögfræðingarnir í kærunefnd (þeir sem kváðu upp úrskurðinn) viti nú ekki endilega mikið um hver sé hæfur í hvert starf. Þessi sami baráttujaxl segir líka af sama tilefni að vinnubrögð sérfræðinga í mannaráðningum séu ekki hundi bjóðandi. Þar segist hún tala af eigin reynslu. Niðurstaða hennar: Varla ástæða til að skammast mikið út í embættisfærslu Jóhönnu. Er hver einasta glóð slokknuð í Þórhildi?
Get ekki skilið við þetta mál án þess að nefna ábyrgð. Í vörn forsætisráðherra í málinu kemur fram að embættismenn hafi tekið ákvörðunina. En það er ekki nefnt að þessir embættismenn starfa fyrir hönd ráðherrans sem í þessu máli eins og öðrum ber hina pólitísku ábyrgð! En pólitísk ábyrgð er víst næsta merkingarlaus frasi - á Íslandi! Er ekki kominn tími til að breyta? Nýja Ísland hvar ert þú?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Eiríkur Mörk Valsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.