Nýja Ísland! Hvert fórst þú?

Það dynja á manni í sífellu fréttir af framferði fólks fyrir hrun. Það er orðið harla fátt sem kemur á óvart um siðleysi þeirra tíma. Lög og reglur úrelt þing, aðeins aumingjum allskonar ætlað að lúta regluverki landsins.

Nú eru aðrir tímar, er það ekki? Nýja Ísland að rísa úr sæ, er það ekki? Búið að henda út öllum sem illa fóru með og líka hinum sem létu vitfirringuna viðgangast, er það ekki? Betri tíð með blóm í haga og vönduðum vinnubrögðum í hvívetna. Betri og skýrari lagasetning og hvergi hvikað frá settum reglum. Nýja Ísland, er það ekki?

 

Hæstiréttur dæmdi gengistryggð lán ólögleg. Í kjölfarið samdi ríkisstjórnin lagafrumvarp um meðferð þessara lána og Alþingi gerði frumvarpið að lögum. Nú hefur Hæstiréttur dæmt þessi lög ónýt. „Vönduð vinnubrögð!“

Framkvæmdavaldið klúðraði framkvæmd kosninga til stjórnlagaþings. „Vönduð vinnubrögð!“

Fjármálaráðherra ákvað að breyta grundvelli fyrir álagningu bifreiðagjalda. Þegar framkvæma skyldi hið nýja lagaboð kom í ljós að þessi grundvöllur var langt í frá traustur, álagningin í mörgum tilvikum þess vegna byggð á ágiskunum. „Vönduð vinnubrögð!“

Umhverfisráðherra lét geðþótta ráða gerðum sínum. Hæstiréttur úrskurðaði að ráðherra hefði brotið lög með þessari framgöngu sinni. „Vönduð vinnubrögð!“

 

Forsætisráðherra telur ekkert athugavert við lögbrotið. Enda samræmist það stefnu ríkisstjórnarinnar að brjóta lög til að ná settum markmiðum!

Fjármálaráðherra fagnar lögbrotinu. Segir þessa gjörð umhverfisráðherra bera henni gott vitni.

 

Ekki hvarflar að umhverfisráðherra að segja af sér þrátt fyrir vera nú dæmdur sakamaður. Sér til varnar nefndi ráðherra m.a. að  hún hefði byggt hina ólöglegu ákvörðun sína á því að ekki hafi verið í lögum sérstök heimild til sveitarfélagsins að standa að málum eins og gert var. Allt bannað sem ekki er sérstaklega leyft er sem sagt stefna ríkisstjórnarinnar! Mikið verður lífið nú auðveldara þegar maður fær á blaði upptalningu á því sem leyfilegt er. Efst á listanum verður væntanlega: „Leyfilegt að brjóta landslög ef fyrir því er pólitísk sannfæring“. Nýja Ísland - í boði ríkisstjórnar alþýðunnar!

 

Lög sem ekki standast skoðun, lagaframkvæmd sem ekki stenst skoðun og ráðherra  með Hæstaréttardóm á herðunum um skýlaust lögbrot.

Erum við á réttri leið? Ég held ekki!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eiríkur Mörk Valsson

Höfundur

Eiríkur Mörk Valsson
Eiríkur Mörk Valsson

Bliki með áhuga á þjóðmálum, stórum sem smáum.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ..._01_1056788
  • ...emv_01
  • ...m81
  • ...m31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband