Þjóðkirkjan - blekking?

Hagsmuna hverra gæta þeir? Þeir sem vilja láta kosningar til stjórnlagaþings snúast um afstöðu frambjóðenda til þjóðkirkjunnar? Þeir vilja „sprengja“ stjórnlagaþingið áður en það kemur saman. Er dulið markmið þeirra að ekki náist sameiginleg niðurstaða um neitt það sem skiptir máli að breyta? Vilja þeir í raun nokkuð annað en óbreytta stjórnarskrá?

Ég vil breyta stjórnarskránni, ég vil t.d. fá inn ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur og að þjóðin verði stjórnarskrárgjafi. Ég vil að við, þessir venjulegu lúðar, fáum raunverulega möguleika til að hafa áhrif á framgang mála.

Meðal þess sem ekki er sérstök ástæða til að eyða miklum tíma í á stjórnlagaþingi er þjóðkirkjan. Látum ákvæðin sem nú eru í stjórnarskránni standa óbreytt, þá er nefnilega hægt að taka málið fyrir á Alþingi og afgreiða með venjulegri lagasetningu. Setjum inn í stjórnarskrá ákvæði um þjóðaratkvæði, í þá veru sem ég og fleiri leggjum til, og þá getum við tekist á um þjóðkirkju eður ei án þess að það standi öðrum málum fyrir þrifum. Ég er meira en til í þá umræðu.

En mér sýnist vera af nógu að taka fyrir stjórnlagaþing þó ekki verði tekin þar upp mál sem má leysa á öðrum vettvangi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eiríkur Mörk Valsson

Höfundur

Eiríkur Mörk Valsson
Eiríkur Mörk Valsson

Bliki með áhuga á þjóðmálum, stórum sem smáum.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ..._01_1056788
  • ...emv_01
  • ...m81
  • ...m31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband