2.11.2010 | 17:21
Þjóðin verði stjórnarskrárgjafi
Stjórnlagaþingið 2011 er einstakt í sögu þjóðarinnar. Meðal áherslumála minna er að í framtíðinni verði breytingar á stjórnarskrá alltaf í höndum stjórnlagaþings, breytingar á stjórnarskrá verði teknar úr höndum Alþingis. Tiltekinn fjöldi kjósenda geti með undirskriftum sínum boðað til stjórnlagaþings. Hið sama geti t.d. þriðjungur þingmanna gert. Þegar boðað hefur verið til stjórnlagaþings skal kjósa til þingsins í almennum kosningum svipað og nú er gert. Með þessu móti verður þjóðin stjórnarskrárgjafi.
Núverandi fyrirkomulag býður upp á mikinn freistnivanda fyrir Alþingismenn. Þeir eru bæði undir og yfir hvað stjórnarskrá varðar, það má segja að þeir hafi vald sitt frá stjórnarskránni og hafa jafnframt einir valdið til að breyta henni. Dæmin sanna að þetta fyrirkomulag gengur ekki upp. Á síðastliðnum 20 árum hefur Alþingi svæft um 30 tillögur til breytinga á stjórnarskrá. Þremur tillögum var vísað til ríkisstjórnar, þar lognuðust þær útaf. Aftur og aftur heykjast þingmenn á að takast á við breytingar á stjórnarskrá, þess vegna er ekki nema sjálfsagt að færa verkefnið þangað sem því verður sinnt, til þjóðarinnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Eiríkur Mörk Valsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.