Þjóðaratkvæði

Ákvæði um þjóðaratkvæði þarf að setja í stjórnarskrá, ákvæði sem kæmi í staðinn fyrir málskotsrétt forseta. Setja þarf ákvæði um hverja og hve marga þarf til að mál fari í þjóðaratkvæði.  Einnig þarf að skilgreina hvers konar mál má fara með í þjóðaratkvæði á grundvelli stjórnarskrár. Það eiga að vera mál sem snúast um grundvallaratriði frekar en t.d. mál er varða einstaka framkvæmdir.

Mál sem varða eign, yfirráð eða varanlegan nýtingarrétt lands eða auðlinda eiga erindi í þjóðaratkvæði. Hið sama gildir um alþjóðlega samninga og milliríkjasamninga sem hafa bein áhrif á íslenska löggjöf, dómsmeðferð eða skerða á einhvern hátt sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar. Fjárlög eru dæmi um mál sem ekki hentar í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Tiltekinn fjöldi Alþingismanna þarf að geta skotið málum til þjóðarinnar. Hjá Dönum getur þriðjungur þingmanna skotið máli til þjóðarinnar, held að við ættum að vera á svipuðum slóðum. Tiltekinn fjöldi kjósenda þarf líka að geta skotið máli til þjóðaratkvæðagreiðslu, spurning hvort miða mætti við fimmtung (20%) kjósenda. Þriðja leiðin að þjóðaratkvæðagreiðslu gæti svo verið blanda af þessu tvennu.

Það er nauðsynlegt að ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur verði þannig að það verði raunverulegur möguleiki á að skjóta málum til þjóðarinnar. Hins vegar þarf að vera einhver þröskuldur, nógu hár til að litlar líkur séu á misnotkun.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála þessu Eiríkur. Nauðsynlegt að frambjóðendur kynni sínar skoðanir eins vel og þú gerir.

Herdís Herbertsdóttir (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eiríkur Mörk Valsson

Höfundur

Eiríkur Mörk Valsson
Eiríkur Mörk Valsson

Bliki með áhuga á þjóðmálum, stórum sem smáum.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ..._01_1056788
  • ...emv_01
  • ...m81
  • ...m31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband