Eiríkur Mörk Valsson

Stiklað á stóru

Eiríkur Mörk Valsson fæddist að Laufskógum 11 í Hveragerði,

gekk í barna- og gagnfræðaskólann þar.

Frá Hveragerði lá leiðin til Reykjavíkur, í MR, og vorið 1971 hafði hann áunnið sér rétt til að setja upp stúdentshúfuna. Að þeirri athöfn lokinni fór hann að vinna á Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar. Það var góður skóli.

Áfram er stiklað á stóru, í apríl 1977 hóf hann störf hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Kontor-Automation AS á Nørrebro í Kaupmannahöfn. Eiríkur bjó í Höfn í átta ár, á sama vinnustað allan tímann og lengi vel á kafi í félagsmálum Íslendinga í borginni.

Síðustu árin í Höfn varð markaðssetning á erlendum mörkuðum hluti af starfi hans og þótti honum það áhugaverður starfsvettvangur. Það voru nú samt tilviljanir sem réðu því að skömmu eftir heimkomuna var markaðssetning orðin starfsvettvangur hans. Frá þeim tíma hefur hann nær eingöngu unnið að sölu og markaðsmálum, oftast nær í útflutningi eða alþjóðaviðskiptum.

Næstu árin voru ár breytinga og umskipta, en haustið 1992 er Eiríkur farinn að vinna á Ísafirði og var þar meira en minna næstu þrjú árin. Betri maður eftir en áður, gott samfélag fyrir vestan í notalegri fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.

Vegna starfa sinna flutti hann öðru sinni til Danmerkur árið 2002, að þessu sinni til Jótlands. Vann í Álaborg, við kaup og sölu á skipaeldsneyti á alþjóðamarkaði, og bjó í Nibe, 8000 manna bæ skammt utan borgarinnar.

Dvölin meðal danskra varð styttri en í fyrra sinnið, rúm þrjú ár. Eftir heimkomuna hélt Eiríkur áfram að höndla með skipaeldsneyti, jafnframt lauk hann diplómanámi í fjármálum og stjórnun við Háskólann á Bifröst (viðskiptafræðideild, í fjarnámi). Eiríkur hefur frá 2009 rekið eigið fyrirtæki, Ari miðlun ehf., er miðlari í viðskiptum með skipaeldsneyti.

   Fjölskylda

Foreldrar Eiríks eru Valur Einarsson (f. 1915, d. 1986) og Olga Mörk (f. 1925).

Valur fæddist að Gljúfri í Ölfusi, eitt 11 barna hjónanna Einars Sigurðssonar og Pálínu Benediktsdóttur. Þau voru bæði A-Skaftfellingar, fluttu ung í Ölfusið og bjuggu síðast í Einholti (áður Helli) í Ölfusi.

Olga er Færeyingur, kom til Íslands árið 1945 til að vinna á Vífilstöðum. Tvær systur Olgu fluttu einnig til Íslands, Lillian og Ingibjörg (látin).

Systkini Eiríks eru í aldursröð Svandís (hálfsystir), Valur, Óli, Pálína, Eirný og Auður.

Eiríkur er faðir þriggja barna, þau heita Dagur Pálmar, Brynja Guðrún og Ari Sigþór. Þriðji ættliður er kominn á stjá í dóttursonunum Sigurði Hrafni og Árna Steinari.

Eiginkona Eiríks er Jóna, dóttir Sigþórs Sigþórssonar og Guðríðar Guðmundsdóttur. Þau Jóna búa í Kópavogi með syni sínum, grunnskólanemanum Ara Sigþóri.

  Félagsstörf og „nefndir“

Eiríkur Mörk hefur verið í stjórnum

o   Framtíðarinnar, málfundafélags MR

o   Æskulýðssambands Íslands

o   Kontor-Automation AS (fulltrúi starfsmanna)

o   Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn

o   Karlakórs Reykjavíkur

o   Grundejerforening í Nibe (DK)

o   Frjálsíþróttadeildar Breiðabliks (er í varastjórn)

 

Var í ritnefnd Hafnarpósts og síðar Þórhildar, sem voru blöð Íslendinga í Kaupmannahöfn.

 

Í nefnd sjávarútvegs- og iðnaðarráðuneytis um aðgerðir í lagmetisiðnaði (1988) og í nefnd iðnaðarráðuneytis um úrvinnslu léttmálma (1997).

 

Sat Þjóðfundinn 2009, í hópi þeirra heppnu sem valdir voru með úrtaki til að sitja fundinn.

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Eiríkur Mörk Valsson

Um bloggið

Eiríkur Mörk Valsson

Höfundur

Eiríkur Mörk Valsson
Eiríkur Mörk Valsson

Bliki með áhuga á þjóðmálum, stórum sem smáum.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ..._01_1056788
  • ...emv_01
  • ...m81
  • ...m31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband