Þjóðfundur 2010

Ég bíð spenntur eftir þjóðfundinum 2010 og niðurstöðum hans. Var svo heppinn að lenda í úrtakinu fyrir þjóðfundinn 2009 og mætti auðvitað. Fundarformið var gott og andrúmsloftið einstaklega jákvætt og gefandi. Það kemur örugglega margt athyglisvert frá þjóðfundinum núna og fjölmargt sem stjórnlagaþing getur byggt vinnu sína á.

 

Á þjóðfundinum 2009 voru manngildin í hávegum höfð. Það sést vel á niðurstöðum fundarins undir yfirskriftinni„lífsgildi þjóðar“. Gildin efst á blaði þar voru:

o   heiðarleiki

o   virðing

o   réttlæti

o   jafnrétti

o   frelsi

o   kærleikur

o   ábyrgð

o   fjölskyldan

o   lýðræði

 

Þessi gildi eru mér mjög að skapi, mundi reyndar bæta auðmýkt á listann. Það á við um auðmýktina eins og mörg hinna gildanna að það er ekki hægt að setja um þau lög. Þessi gildi þurfum við að rækta með okkur, láta þau þroskast og dafna. Kenna börnum okkar að lifa og haga sér í samræmi við gildin sem okkur þykja svo eftirsóknarverð. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft.

Það má setja lög um lýðræði, jafnrétti og frelsi. Þessi gildi eiga öll að skipa veglegan sess í stjórnarskrá landsins, um það hljóta flestir að vera sammála. Huglægu gildin sem ekki er hægt að setja í lög eiga svo að móta hvernig við byggjum áfram ofaná grundvallarlögin í stjórnarskránni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eiríkur Mörk Valsson

Höfundur

Eiríkur Mörk Valsson
Eiríkur Mörk Valsson

Bliki með áhuga á þjóðmálum, stórum sem smáum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ..._01_1056788
  • ...emv_01
  • ...m81
  • ...m31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband